Messa í Grensáskirkju 26. júní kl. 11
Messa í Grensáskirkju 26. júní kl. 11
Í messu í Grensáskirkju 26. júní kl. 11 heyrum við texta sem tengjast máltíð og því að deila með sér. Víða í Biblíunni eru frásagnir og dæmisögur af máltíðum og lífið í kirkjunni einkennist oft af því að borða saman, til dæmis í dulúð altarisgöngunnar og samveru eftir messu. Þá verður lítil stúlka borin til skírnar, vígð inn í kærleikssamfélagið sem kirkjunni er ætlað að vera, og við bjóðum hana velkomna. Prestur er sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir. Ásta Haraldsdóttir kantor og Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng og messuþjónar aðstoða. Verum velkomin í samfélagið í kirkjunni.
Umsjónaraðili/-aðilar