Leikir með ótrúlega lélegum verðlaunum í æskulýðsstarfinu
Leikir með ótrúlega lélegum verðlaunum í æskulýðsstarfinu
Loksins, loksins! Eftir vonandi gott og gefandi jólafrí byrjar æskulýðsstarfið aftur þriðjudaginn 9. janúar. Við byrjum ekki á einhverjum rólegheitum heldur skellum við okkur í fjörið. Við ætlum í fullt af leikjum og í boði verða alveg einstaklega léleg verðlaun. Bara allskonar drasl sem að fæstir hafa not fyrir. Það mætti halda að Danni sé að nota þetta sem tækifæri til þess að hreinsa út af skrifstofunni sinni, en það má svo sem halda margt í þessum heimi. Hlökkum til að sjá ykkur!
Æskulýðsstarfið er í Grensáskirkju þriðjudaga kl. 20-21.30. Allir unglingar í 8.-10. bekk eru velkomnir.
Umsjón með starfinu hefur Danni, Hilda og Viktoría.
Umsjónaraðili/-aðilar