Kyrrðarstundir 6. og 13. júní

Kyrrðarstundir eru í Grensáskirkju hver þriðjudag kl. 12. Þeim er einnig streymt beint á FB-síðu kirkjunnar. Í júní verða tvær kyrrðarstundir, þriðjudagana 6. og 13. júní. Hægt er að tendra bænaljós á fallega friðarstjakanum okkar og eiga hljóða stund í kyrrlátu rými kirkjunnar. Prestur leiðir íhugun; Jónas Þórir spilar í sumarleyfi Ástu Haraldsdóttur og heitt er á könnunni eftir stundina. Verum velkomin í kyrrðina í kirkjunni okkar.