Kyrrðar- og fyrirbænastund í þriðjudagshádegi
Kyrrðar- og fyrirbænastund í þriðjudagshádegi
Á kyrrðar- og fyrirbænastund í Grensáskirkju njótum við hvíldar frá amstri dagsins og berum fram bænarefnin okkar. Stundin hefst kl. 12 með orgelleik og síðan leiðir prestur eða djákni stutta íhugun og bæn. Hægt er að koma fyrirbænarefnum til presta Fossvogsprestakalls í tölvupósti eða símleiðis eða mæta á staðinn og skrifa bænarefnið sitt á blað.
Myndin er tekin að morgni mánudagsins 18. september þegar morgunsólin baðaði kirkjuna birtu sinni.