Hvítasunnudagur í Grensáskirkju

Hvítasunnan er ein af stórhátíðum kristinnar kirkju. Hún hefur verið kölluð stofnhátíð kirkjunnar og líka hátíð heilags anda. Það er alveg sérstaklega hátíðlegt að koma saman í kirkjunni þennan dag. Messan í Grensáskirkju er kl. 11 eins og alla sunnudaga. Við syngjum sálma sem tilheyra hátíðinni með kórnum okkar og Ástu organista, treystum vináttuböndin við hvert annað og Guð með því að ganga til altaris og eftir messu er samfélag frammi með kaffi og tertu. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Verum velkomin!