Í guðsþjónustu í Grensáskirkju sunnudaginn 21. ágúst kl. 11 bjóðum við fermingarbörn vorsins 2023 og fjölskyldur þeirra sérstaklega velkomin. Prestarnir okkar, þau sr. Eva Björk, sr. María og sr. Þorvaldur þjóna saman og messuþjónar lesa ritningarlestra. Ásta Haraldsdóttir leikur á hljóðfærið og Kirkjukór Grensáskirkju leiðir okkur í léttum söngvum og sálmum. Sóley Adda, æskulýðsfulltrúi, segir frá unglingastarfinu. Eftir guðsþjónustuna er öllum boðið upp á hressingu. Stuttur fundur með fermingarfólkinu eftir guðsþjónustuna. Við erum öll velkomin á þessa stund.