Guðsþjónusta sunnudaginn 25. janúar kl. 11. - Pálsmessa
Á sunnudaginn er Síðasti sunnudagur eftir þrettánda.
Ásta Haraldsdóttir kantor kirkjunnar ásamt kór Grensáskirkju leiðir söfnuðinn í söng. Sr. Sigríður Kristín og messuþjónar þjóna fyrir altari. Gengið er til altaris. Heitt er á könnunni bæði fyrir og eftir guðsþjónustuna og sætur biti með kaffinu.
Morgunsól í Grensáskirkju
Morgunsól í Grensáskirkju
Á sunnudaginn er jafnframt Pálsmessa en sá dagur hefur skv. þjóðtrú íslendinga þótt gefa til kynna hvers má vænta varðandi veðrið á komandi sumri.
Heiðríkt veður og himinn klár,
á helga Pálusmessu.
Mun það boða mjög gott ár
maður, gáðu að þessu.
Það er útlit fyrir fallegt og stillt veður á sunnudaginn.
Umsjónaraðili/-aðilar