
Guðsþjónusta í Grensáskirkju kl. 11
Guðsþjónusta í Grensáskirkju kl. 11
Haustið er á næsta leiti.
Nú fer allt að falla í sínar föstu skorður í Grensáskirkju með því að september gengur í garð.
Æskulýðsfélagið Pony verður með fundi á þriðjudögum kl. 20, hádegisbæn er á þriðjudögum kl. 12:00 og prjónakaffi á fimmtudögum kl. 10.
Sunnudaginn 31. ágúst er guðsþjónusta kl. 11.
Kór kirkjunnar mun leiða söfnuðinn í söng undir stjórn Ástu Haraldsdóttur.
Sr. Sigríður Kristín þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Á sunnudaginn heyrum við í guðspjalli dagsins af faríseanum og tollheimtumanninum.
Verið öll hjartanlega velkomin í Grensáskirkju kl. 11 sunnudaginn 31. ágúst.
Umsjónaraðili/-aðilar