Messa og útskrift

Messa og útskrift sunnudaginn 21. maí kl. 11. Í messunni útskrifast tveir nemendur úr Leiðtogaskóla Þjóðkirkjunnar. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir sálmasöng, Ásta Haraldsdóttir spilar, Elísabet Anna Gestsdóttir djákni og svæðisstjóri æskulýðsmála, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum og frú Agnes M. Sigurðardóttir afhendir útskriftarskírteini. Verið hjartanlega velkomin.