Guðsþjónusta í Grensáskirkju

Guðspjallstexti dagsins endar á orðunum ,,Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning” og verða áhyggjur því umfjöllunarefni dagsins. sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum, Ásta Haraldsdóttir organisti spilar og Kirkjukór Grensáskirkju leiðir messusöng. Verið hjartanlega velkomin.