Messa og fundur með fermingarfjölskyldum vorsins

Messan okkar í Grensáskirkju er kl. 11 alla sunnudagsmorgna. Að þessu sinni þjóna sr. María, Ásta organisti og Kirkjukór Grensáskirkju ásamt messuþjónum. Eftir messu er fermingarfjölskyldum vorsins 2023, fermingarbörnum og forsjárfólki þeirra, boðið á fræðslufund um sorg og sorgarviðbrögð. Heitt á könnunni, djús og sætur biti frammi fyrir öll sem koma.