Kirkjuprakkarar sýna afrakstur vetrarins

Flæðimessa og uppskeruhátíð barnastarfsins fer fram í Grensáskirkju sunnudaginn 30. mars nk. kl. 11:00. Þátttakendur í kirkjuprakkarastarfi Fossvogsprestakalls munu taka þátt í messunni og sýna afrakstur starfsins. Kirkjuprakkarastarfið hefur verið blómlegt þetta misserið, þar sem yfirskriftin hefur verið Biblíusögur með leik og LEGÓ. Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi leiðir starfið. 

Í flæðimessunni verður boðið upp á stöðvar, þar sem hægt verður að staldra við, upplifa, og leggja fram sín bænarefni. 

Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur, organista. 

Séra Þorvaldur Víðisson, Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi, leiðtogar og messuþjónar munu þjónar í stundinni. 

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í flæðimessu og uppskeruhátíð í Grensáskirkju. 

Samvera, kaka og djús í boði eftir guðsþjónustuna. 

Flæðimessa

Flæðimessa og uppskeruhátíð barnastarfsins fer fram í Grensáskirkju sunnudaginn 30. mars nk. kl. 11:00. Þátttakendur í kirkjuprakkarastarfi Fossvogsprestakalls munu taka þátt í messunni og sýna afrakstur starfsins. Kirkjuprakkarastarfið hefur verið blómlegt þetta misserið, þar sem yfirskriftin hefur verið Biblíusögur með leik og LEGÓ. Sólveig Franklínsdóttir æskulýðsfulltrúi leiðir starfið. 

Í flæðimessunni verður boðið upp á stöðvar, þar sem hægt verður að staldra við, upplifa, og leggja fram sín bænarefni. 

Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur, organista. 

Séra Þorvaldur Víðisson, Sólveig Franklínsdóttir, æskulýðsfulltrúi, leiðtogar og messuþjónar munu þjónar í stundinni. 

Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í flæðimessu og uppskeruhátíð í Grensáskirkju. 

Samvera, kaka og djús í boði eftir guðsþjónustuna.