Fjölskylduguðsþjónusta og barnamessa í Grensáskirkju

Á pálmasunnudag, 2. apríl, er fjölskylduguðsþjónusta í Grensáskirkju kl. 11. Við bjóðum fjölskyldurnar úr barnamessunum í Bústaðakirkju sérstaklega velkomnar. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt Sólveigu Franklínsdóttur æskulýðsfulltrúa, Iðunni Helgu Siemsen ungleiðtoga og messuþjónum. Ásta Haraldsdóttir og Kirkjukór Bústaðakirkju leiða sönginn.