Fjölskyldu-stöðvamessa í Grensáskirkju á biblíudaginn
Fjölskyldu-stöðvamessa í Grensáskirkju á biblíudaginn
Fjölskyldu-stöðvamessa fer fram í Grensáskirkju sunnudaginn 4. febrúar sem er jafnframt biblíudagurinn.
Áhersla verður á lifandi og skemmtilegt helgihald, þar sem allir aldurshópar ættu að finna sér eitthvað við hæfi.
Þá verður boðið upp á að skoða hinar ýmsu Biblíur, en þessa útbreiddustu bók heims má finna á fjölmörgum tungumálum.
Sr. Þorvaldur og sr. Danni þjóna ásamt messuþjónum og ungleiðtogum. Ásta Haraldsdóttir organisti leiðir tónlistina ásamt félögum úr kirkjukór Grensáskirkju.
Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Grensáskirkju.
Umsjónaraðili/-aðilar