Fermingarnámskeið í Fossvogsprestakalli

Við hlökkum til að sjá árgang 2009 á fermingarnámskeiði Fossvogsprestakalls! Mæting er miðvikudaginn 17. ágúst kl. 9 í þá kirkju sem þið ætlið að fermast í, fimmtudaginn 18. ágúst mætum við öll í Grensáskirkju kl. 9 og föstudaginn 19. ágúst mætir allur hópurinn í Bústaðakirkju kl. 9. Á fimmtudeginum ætlum við að ganga saman í Fossvogskirkjugarð (má hjóla) og þurfum því að klæða okkur eftir veðri. Munum nesti. Námskeiðið stendur til kl. 12 alla dagana.