Vatnsbrunnar og skólaganga
Fermingarbörn þjóðkirkjunnar um land allt munu leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið í byrjun nóvember. Hin árlega fermingarbarnasöfnun Hjálparstarfsins fer fram dagana 5.-8. nóvember.
Í Fossvogsprestakalli munu fermingarbörnin ganga saman hús úr húsi miðvikudaginn 6. nóvember og bjóða fólki að leggja vatnsverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar lið, með fjárframlagi. Vatnsbrunnar verða byggðir í fyrir fjármunina í Afríku, bæði í Eþíópíu og Úganda.
Vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar tryggir ekki eingöngu heilu þorpunum hreint vatn og stuðlar þar með að hreinlæti og heilbrigði, heldur tryggja brunnarnir einnig menntun á svæðinu. Börn og aðallega stúlkur fá þar aukna möguleika á menntun, en verkefni þeirra eru gjarnan að sækja vatn fyrir heimilin, um langa leið. Um leið og vatnsbrunnur er kominn í þorpið, geta börnin sótt skóla og menntun, sem tryggir framtíð þeirra og farsæld.
Tökum vel á móti fermingarbörnunum og styðjum við vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar.
Vatnsverkefni og menntun
Fermingarbörn þjóðkirkjunnar um land allt munu leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið í byrjun nóvember. Hin árlega fermingarbarnasöfnun Hjálparstarfsins fer fram dagana 5.-8. nóvember.
Í Fossvogsprestakalli munu fermingarbörnin ganga saman hús úr húsi miðvikudaginn 6. nóvember og bjóða fólki að leggja vatnsverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar lið, með fjárframlagi. Vatnsbrunnar verða byggðir í fyrir fjármunina í Afríku, bæði í Eþíópíu og Úganda.
Vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar tryggir ekki eingöngu heilu þorpunum hreint vatn og stuðlar þar með að hreinlæti og heilbrigði, heldur tryggja brunnarnir einnig menntun á svæðinu. Börn og aðallega stúlkur fá þar aukna möguleika á menntun, en verkefni þeirra eru gjarnan að sækja vatn fyrir heimilin, um langa leið. Um leið og vatnsbrunnur er kominn í þorpið, geta börnin sótt skóla og menntun, sem tryggir framtíð þeirra og farsæld.
Tökum vel á móti fermingarbörnunum og styðjum við vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar.