Batamessa í Grensáskirkju

Batamessur eru haldnar mánaðarlegar yfir veturinn í þeim kirkjum þar sem Tólfsporahópar starfa. Í Grensáskirkju er messan ævinlega fyrsta sunnudag í nóvember, að þessu sinni 6. nóvember kl. 17. Vinir í bata í Grensáskirkju hafa umsjón með messunni í samstarfi við heimafólkið. Herdís Hallvarðsdóttir bassaleikari flytur eigin tónlist og eiginmaður hennar, Gísli Helgason blokkflautuskáld, tekur undir með Ástu Haraldsdóttur organista og Kirkjukór Grensáskirkju í almennum söng. Sr. María Guðrúnar. Ágústsdóttir leiðir stundina og prédikar. Það er Sólrún Siguroddsdóttir sem heldur utan um tólfsporastarfið í Grensáskirkju. Eftir messuna er boðið upp á kaffiveitingar, frjáls framlög. 

Hér má lesa viðtal við Herdísi og Sólrúnu um starfið: https://lifdununa.is/grein/herdis-hallvardsdottir-bassaleikari-og-fyrrum-gryla/