Fermingarfjölskyldur til altaris og minning látinna
Fermingarfjölskyldur til altaris og minning látinna
Í messunni í Grensáskirkju sunnudaginn 6. nóvember kl. 11 bjóðum við sérstaklega fermingarfjölskyldur vetrarins velkomnar að ganga saman til altaris. Það er hátíðleg stund og öllum opin. Þá munum við einnig kveikja á kertum í minningu látinna ástvina. Hugrún Eva og Magnea, nemendur í Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík leika á víólu, Ásta Haraldsdóttir er organisti og Kirkjukór Grensáskirkju leiðir sönginn. Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi. Verum ávallt velkomin í kirkjurnar okkar.
Umsjónaraðili/-aðilar