Aðventustund á léttu nótunum

Aðventan getur verið mikill spennutími. Það er mikið að gerast og margt sem þarf að undirbúa. Því ætlum við að bjóðum upp á aðventustund á léttu nótunum í Grensáskirkju þriðjudaginn 5. desember kl. 16-18. Þetta verður "opin kirkja" og hægt er að mæta hvenær sem er á þessu tímabili. Notaleg stund fyrir alla fjölskylduna, tilvalin samvera á milli skóla og kvöldmatartíma.

Boðið verður upp á að lita jólamyndir, mála piparkökur, og þá verður auðvitað kakó í boði. Við munum hlusta á jólalög og hver veit nema að við syngjum nokkur saman.

Verið velkomin í þægilega og rólega aðventustund.