Aðventumessa kl. 11 í Grensáskirkju

Við fögnum fyrsta sunnudegi í aðventu með messu í Grensáskirkju kl. 11 með því að syngja gamla og nýja sálma, kveikja á spádómskertinu á aðventukransinum, heyra gott orð og ganga til altaris. Eftir messu heldur samveran áfram með kaffisopa og sætum bita í forsal kirkjunnar. 

Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messuhópi, Ástu Haraldsdóttur og Kirkjukór Grensáskirkju. Verum velkomin til kirkju í aðdraganda jóla. 

Í nýju sálmabókinni okkar er aðventusálmur eftir Herdísi Egilsdóttur við lag eftir Emmy Köhler, sama lag og kertasöngur Lilju S. Kristjánsdóttur. Sálmur Herdísar er númer 8 í Sálmabók þjóðkirkjunnar.