Date
17
2022 July

Syngjandi sveifla í kvöldmessu

Anna Sigríður Helgadóttir alt syngur einsöng í kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudaginn 17. júlí kl. 20. Jónas Þórir, kantor, leikur á hammond. Þau munu jafnframt leiða safnaðarsöng þar sem sálmar með syngjandi sveiflu verða aðallega á dagskrá.

Hvað er að trúa? Hvað þýðir hugtakið trú í þínum huga? Eru meðal þeirra spurninga sem textar dagsins fjalla um. Séra Þorvaldur Víðisson leiðir stundina ásamt messuþjónum.

Helgihaldið í Bústaðakirkju í sumar fer fram á sunnudögum klukkan 20. Þar er um að ræða heimilislegt helgihald með sálmum, bænum og hugleiðingu.

Verið hjartanlega velkomin.

 

Date
10
2022 July

Kvöldmessa í Bústaðakirkju

Sunnudaginn 10. júlí klukkan 20 verður kvöldmessa í Bústaðakirkju. Taize sálmar og fleiri sálmar og heimilislegt helgihald með bænum og hugleiðingu. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju leiða söng undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir stundina ásamt messuþjónum. Verið hjartanlega velkomin.