Forsetinn og börnin
Aðventuhátíð Bústaðakirkju fór fram fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember sl. kl. 17. Bústaðakirkja var vígð á fyrsta sunnudegi í aðventu árið 1971. Síðan þá hefur kirkjudagurinn verið haldinn hátíðlegur.
Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason tóku þátt í hátíðinni. Frú Halla flutti hátíðarræðu, þar sem hún talaði til barnanna, vísaði í byggingarsögu kirkjunnar, sem var einkar viðeigandi, í ljósi vígsluafmælisins. Hún talaði af umhyggju um þann stóra vanda sem margt ungt fólk glímir við í dag og hvatti kirkjuna til dáða í sínum góðu störfum. Við þökkum forsetanum okkar hennar gefandi hvatningarorð og forsetahjónunum fyrir afskaplega gefandi samveru.
Barnakór Fossvogs söng nokkur lög undir stjórn Bjargar Pálsdóttur og stóðu börnin sín dásamlega.
Kammerkór Bústaðakirkju söng undir stjórn Jónasar Þóris organista, sem leiddi alla tónlist stundarinnar, og þar með hljómsveitina, sem auk Jónasar, var skipuð Hjörleifi Valssyni fiðluleikara, Sigurði Flosasyni, saxafónleikara og nýráðnum söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Bjarna Sveinbjörnssyni bassaleika og Ara trommara.
Einsöng sungu Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Edda Austmann Harðardóttir, Anna Sigríður Helgadóttir, Marteinn Snævarr Sigurðsson, Svava Kristín Ingólfsdóttir og Bernadett Hegyi.
Þórður Sigurðsson formaður sóknarnefndar flutti ávarp, þar sem hann reifaði helstu þætti í safnaðarstarfinu og þakkaði starfsfólki safnaðarins og sjálfboðaliðum öllum sitt góða starf.
Hólmfríður Ólafsdóttir djákni las texta Jesaja spámanns um friðarhöfðingjann.
Prestarnir séra Laufey Brá Jónsdóttir, séra Sigríður Kristín Helgadóttir og séra Þorvaldur Víðisson leiddu stundina.
Messuþjónar og kvenfélagskonur aðstoðuðu við innganginn og einnig við að kveikja á kertaljósum. Kertin voru tendruð undir lok stundarinnar er allir sungu saman Heims um ból.
Húsfyllir var í kirkjunni og þökkum við öllum sem tóku þátt fyrir samveruna.
Við minnum á helgihaldið og dagskrá kirkjunnar á aðventu og jólum.
Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju um hátíðarnar.
Nokkrar myndir frá hátíðinni má finna hér fyrir neðan.
Umfjöllun um hátíðina má einnig finna á vef forsetaembættisins, þar sem hátíðarræða frú Höllu er aðgengileg í heild sinni. Sjá hér.
Kammerkór Bústaðakirkju er skipaður afar hæfileikaríku tónlistarfólki
Kammerkór Bústaðakirkju söng undir stjórn Jónasar Þóris, organista.
Barnakór Fossvogs
Barnakór Fossvogs söng undir stjórn Bjargar Pálsdóttur.
Hljómsveitin
Hljómsveitin var skipuð Hjörleifi, Ara, Sigurði, Bjarna og Jónasi Þóri.
Þórður formaður sóknarnefndar
Þórður Sigurðsson formaður sóknarnefndar flutti ávarp.
Séra Sigríður Kristín Helgadóttir
Séra Sigríður Kristín Helgadóttir leiddi dagskrána.
Séra Laufey Brá Jónsdóttir
Séra Laufey Brá Jónsdóttir leiddi dagskrána.
Séra Þorvaldur Víðisson
Séra Þorvaldur Víðisson kynnti forseta Íslands.
Hólmfríður Ólafsdóttir djákni
Hólmfríður Ólafsdóttir djákni las texta Jesaja spámanns um friðarhöfðingjann.
Heims um ból við kertaljós
Heims um ból var sungið í lokin, við kertaljós.