Samveran í febrúar fellur niður
Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar hafa komið saman mánaðarlega yfir vetrartímann, ávallt síðasta mánudag í mánuði, og snætt saman hádegisverð í Grensáskirkju. Allir eru velkomnir til þess samfélags, en ágóði af hádegisverðinum rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Nú bregður svo við að næsta samvera var fyrirhuguð næstkomandi mánudag 26. febrúar. En einmitt þann dag og nánast á sama tíma fer fram útför hr. Karls Sigurbjörnssonar biskups Íslands, en hún mun fara fram í Hallgrímskirkju kl. 13, þann dag.
Sökum þessa mun samvera Vina Hjálparstarfsins, falla niður þann dag.
Hr. Karl Sigurbjörnsson var dyggur stuðningsmaður Hjálparstarfs kirkjunnar alla tíð. Reikna má með að flestir af þeim sem sótt hafa samverurnar verði einmitt í Hallgrímskirkju þann dag.
Við þökkum hr. Karli hans ómetanlega starf í þágu kirkju og kristni og stuðning hans við Hjálparstarf kirkjunnar. Við biðjum Guð að hugga og styrkja frú Kristínu og fjölskylduna og blessa minningu hr. Karls Sigurbjörnssonar.