16
2024 December

Skráning hafin í barnastarfið

Í vor býður Grensáskirkja upp á barnanámskeið sem ber yfirskriftina Tölum um tilfinningar. Öll verðum við glöð, reið, leið og allt annað á milli. Það kallast að vera mannleg Tilfinningaskalinn er víður og mikilvægur. Tilfinningarnar okkar eiga rétt á sér en við þurfum að hugsa um hvernig við notum og tjáum þær. Þessa önnina ætlum við að tala um tilfinningarnar okkar. Við munum segja sögur úr Biblíunni og tala um hvernig þessar sögur geta hjálpað í okkar daglega lífi.

Sjö skipti í kirkjunni

Námskeiðið er í tveimur hópum. Kirkjuprakkarar, fyrir börn á aldrinum 6-9 ára, eru á þriðjudögum kl. 14:50-16:00. TTT-starfið, fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, eru á þriðjudögum kl. 16:10-17:10.

Boðið verður upp á sjö stundir, sex þriðjudaga og lokahóf í fjölskyldumessu í Grensáskirkju sunnudaginn 3. mars kl. 11.

Dagsetningar
Þriðjudaginn 23. janúar 
Þriðjudaginn 30. janúar 
Þriðjudaginn 6. febrúar 
Þriðjudaginn 13. febrúar 
Þriðjudaginn 20. febrúar
Þriðjudaginn 27. febrúar 
Sunnudaginn 3. mars - Uppskeruhátið í fjölskyldumessu

Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðu kirkjunnar, undir flipanum Æskulýðsstarf.

Við hlökkum til að eiga skapandi og skemmtilegra stundir saman í kirkjunni okkar. Verið hjartanlega velkomin í barnastarfið í Grensáskirkju. 

Umsjón með starfinu hafa Daníel Ágúst Gautason æskulýðsprestur, daniel@kirkja.is, og leiðtogar.