Skráning hafin í fermingarfræðslu 2024-2025
Fermingarfræðsla Bústaðakirkju og Grensáskirkju stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða, óháð trúfélagastöðu, hvort sem ferming um vorið er ákveðin eða ekki. Fermingarfræðslan er hins vegar nauðsynlegur undirbúningur fermingar sem og skírn. Í fermingarfræðslu tölum við um trú, kirkju, kærleika, ást og vináttu. Lífið og tilgang þess. Umhverfi okkar, gagnrýna hugsun og hvað það þýðir að vera manneskja. Við leggjum áherslu á virðingu fyrir öllum trú- og lífsskoðunarfélögum. Við viljum gefa börnunum tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um að gera Jesú Krist að leiðtoga og fyrirmynd. Við nálgumst þetta mikilvæga viðfangsefni á fjölbreyttan hátt með samtali, fyrirlestrum, myndböndum, leikjum og þátttöku í helgihaldi og æskulýðsstarfi
Afar mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn skrái virkt netfang sem þau skoða reglulega svo þau fái nauðsynlegar upplýsingar yfir veturinn
Hvar og hvenær?
Fermingarfræðslan hefst á haustnámskeiði fyrir öll fermingarbörn Fossvogsprestakalls 19. - 21. ágúst kl. 09:00 – 12:00.
19. ágúst mæta þau í kirkjuna sína, Grensáskirkju eða Bústaðakirkju
20. ágúst verðum við öll í Grensáskirkju
21. ágúst verðum við öll í Bústaðakirkju
Fræðslan í vetur verður svo í Bústaðakirkju á miðvikudögum kl. 15:30 og 16:30 og í Grensáskirkju á fimmtudögum kl 15:30
Vatnaskógur
Einn af hápunktum vetrarins er fermingarnámskeið í Vatnaskógi þar sem við dveljum í tvo daga. Farið verður í Vatnaskóg 16.-17. september. Brottför er kl. 8:00 frá Grensáskirkju og 08:15 frá Bústaðakirkju og komið til baka um kaffileytið daginn eftir. Þetta verður allt auglýst betur síðar.
Kostnaður
Fermingarfræðslugjaldið er samkvæmt gjaldskrá Prestafélags Íslands 23.388 krónur (https://prestafelag.is/gjaldskra/). Auk þess eru 2000 krónur fyrir fermingarkirtli og 2000 krónur fyrir fermingarfræðslubók. Fyrir utan þetta er Vatnaskógarferðin en sérstaklega er greitt hana 12.000 kr. sem er fyrir rútu og mat í Vatnaskógi. Ef fólk á í greiðsluerfiðleikum þá biðjum við ykkur að láta okkur vita.
Fermingardagar í Fossvogsprestakalli árið 2025 er hægt að finna hér