12
2024 December

Mikil stemmning var í Bústaðakirkju í vikunni þegar að yngsti hópur Skólahljómsveitar Austurbæjar spiluðu fyrir jafnaldra sína úr Fossó og Breiðó. Skemmtileg stund og þau eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér í tónlistinni. 

Þau voru að æfa sig fyrir fjölskyldumessuna á sunnudaginn en þá verður fjölskyldumessa og vorhátíð barnastarfsins kl. 11. Skólahljómsveit Austurbæjar spilar skemmtileg lög. Sóley Adda, Daníel Ágúst, Katrín Eir og sr. Eva Björk leiða stundina. Við ljúkum vetrinum í barnastarfinu með vorhátíð og grillum pylsur eftir fjölskyldumessu. Verið hjartanlega velkomin 😎