15
2024 December

Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar fræddust um starfsemi Skjólsins

Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar komu saman á ný í safnaðarheimili Grensáskirkju mánudaginn 27. febrúar kl. 12:00 og snæddu saman. Þetta var í fjórða sinn sem hópurinn kom saman en öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið voru hjartanlega velkomin.

Yfir hádegisverðinum sagði Rósa Björg Brynjarsdóttir umsjónarkona Skjólsins stuttlega frá starfinu í Skjólinu og svaraði spurningum. En um Skjólið segir á heimasíðu Hjálparstarfs kirkjunnar:

Skjólið er opið hús fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, búa við óöruggar aðstæður eða eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi. Skjólinu er ætlað að vera öruggur samastaður sem konurnar geta sótt að deginum til. Unnið er eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði og er starf Skjólsins þróað og mótað með þeim konum sem það sækja.

Næst munu vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman mánudaginn 27. mars nk. kl. 12. Vertu hjartanlega velkomin.

Staðsetning / Sókn