01
2024 December

Kristín Ólafsdóttir verkefnastjóri

Vinir Hjálparstarfs kirkjunnar koma saman að nýju, nú í upphafi árs, í safnaðarheimili Grensáskirkju, mánudaginn 29. janúar nk. kl. 12:00 og snæða saman. Öll sem áhuga hafa á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin. 

Tilkynna þarf þátttöku á netfangið help@help.is eða í síma 528 4400 fyrir kl. 9:00 fimmtudaginn 25. janúar. Verð fyrir máltíðina er kr. 3.000.- og mun afraksturinn renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. 

Yfir hádegisverðinum mun Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri erlendra verkefna, flytja stutt erindi um mannúðaraðstoð Alþjóðlegs hjálparstarfs kirkna - Act Alliance, á Gasa og í Úkraínu. Mögulegt verður að spyrja hana út í einstök atriði og eiga samtal um hið ómetanlega starf Hjálparstarfs kirkjunnar á þessum ófriðarsvæðum. 

Hugmyndin af baki samverunum er að fólk geti hist stutt í hádeginu, borðað saman og rætt málefni Hjálparstarfs kirkjunnar og hvernig hver og einn og hópurinn í heild sinni geti stutt við starfið.

Öll sem hafa áhuga á starfi Hjálparstarfs kirkjunnar og vilja leggja starfinu lið eru hjartanlega velkomin. 

Verið hjartanlega velkomin í hóp Vina Hjálparstarfs kirkjunnar.