30
2024 November

Kvenfélag Bústaðakirkju og listamánuðurinn Bleikur október

Formaður Kvenfélags Bústaðakirkju Hrefna Guðnadóttir, séra Eva Björk Valdimarsdóttir og séra Þorvaldur Víðisson heimsóttu Ljósið í dag, föstudaginn 9. desember. Erindið var að koma á framfæri fjárstuðningi til Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvarinnar að Langholtsvegi 43. Fjármagnið safnaðist annast vegar í Bleikum október í Bústaðakirkju og svo var um gjöf að ræða frá Kvenfélagi Bústaðakirkju.

Bleikur október í Bústaðakirkju er yfirskrift listamánaðar í Bústaðakirkju sem Jónas Þórir kantór kirkjunnar hefur veg og vanda að. Hádegistónleikar fóru fram hvern miðvikudag í október ásamt því að þemamessur voru hvern sunnudag. Á hádegistónleikunum gafst tónleikagestum færi á að leggja mikilvægu starfi Ljóssins lið með fjárframlagi. Söfnunin á hádegistónleikunum í október skilaði 100 þ.kr. Kvenfélag Bústaðakirkju ákvað jafnframt að styrkja starfsemi Ljóssins um 300 þ.kr. í kjölfar heimsóknar Ernu Magnúsdóttur forstöðumanns Ljóssins á fund kvenfélagsins í október. 

Samtals hafa því Kvenfélag Bústaðakirkju og Bleikur október lagt 400 þ.kr. til Ljóssins þetta haustið.

Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður Ljóssins og Brynjólfur Eyjólfsson rekstrar- og fjármálastjóri tóku vel á móti formanni Kvenfélagsins og prestum og kynntu fyrir þeim hina mikilvægu starfsemi. Frétt um heimsóknina má einnig finna hér á heimasíðu Ljóssins. 

Stöndum vörð um mikilvæga starfsemi og þjónustu Ljóssins og höldum áfram að styðja Ljósið.

 

Staðsetning / Sókn