30
2024 November

Jólin í Fossvogsprestakalli

Mikið verður um dýrðir um jólin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju, í Fossvogsprestakalli. Allt hefðbundið helgihald verður á sínum stað um hátíðarnar og má sjá dagskrána hér í viðhengi. 

Aftansöngur á aðfangadagskvöld verður í báðum kirkjum klukkan 18, bæði í Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Fyrr um daginn eða klukkan 16 á aðfangadag verður barna- og fjölskyldustund í Bústaðakirkju. Miðnæturguðsþjónusta verður síðan í Grensáskirkju á jólanótt og hefst kl. 23:30.

Hátíðarguðsþjónusta verður á jóladag klukkan 13 í Bústaðakirkju og klukkan 14 í Grensáskirkju.

Kirkja heyrnarlausra mun hafa sitt jólahelgihald á öðrum degi jóla í Grensáskirkju, eins og undanfarin ár.

Jólaball fer fram í Bústaðakirkju 27. desember kl. 15, þar sem góðir rauðklæddir gestir munu heimsækja okkur. Sungið verður og dansað í kringum jólatréð.

Um áramótin verður aftansöngur í báðum kirkjum, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, á gamlársdag klukkan 18.  

Á nýársdag verður hátíðarguðsþjónusta klukkan 13 í Bústaðakirkju og klukkan 14 í Grensáskirkju. 

Nánari upplýsingar um helgihaldið um hátíðarnar má finna hér á heimasíðunni.

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju um hátíðarnar.