18
2024 December

Fulltrúar Orðsins komu færandi hendi

Fulltrúar Orðsins, sem áður hét Gídeon, Gunnar Sigurðsson og Björn Magnússon, komu færandi hendi í fermingarhópa Fossvogsprestakalls, bæði í Grensáskirkju og Bústaðakirkju. Eins heimsóttu þeir eldri borgara starfið.

Þeir kynntu mikilvægi Biblíunnar og sögðu frá reynslu sinni af trúnni og lestri Biblíunnar.

Jafnframt gáfu þeir öllum fermingarbörnum Nýja testamentið, Davíðssálmana og Orðskviðina. 

Fermingarbörnin hlustuðu vel og tók með þökkum á móti hinni góðu gjöf. 

Hér má sjá þá Björn og Gunnar við fræðslu í Bústaðakirkju. 

Barnamessa og brúður

Í barnamessu sunnudagsins í Bústaðakirkju var fjallað um mikilvægi vináttunnar og að koma vel fram. Gullna reglan var á dagskránni en hún hljóðar svo: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra (Mt. 7:12). 

Barnasálmarnir voru sungnir, við kveiktum á altariskertunum og bænir beðnar. Sunnudagaskólalögin er mörg hver fjörug og stóðu stórir og smáir á fætur og sungu og gerðu viðeigandi hreyfingar. 

Brúðurnar létu sig ekki vanta, þar sem eitt sunnudagaskólabarnið nefndi hvort leiðtogarnir hefðu verið að lána brúðunum raddirnar sínar. 

Við þökkum ykkur innilega fyrir komuna í barnamessuna.

Barnamessurnar eru á sínum stað, alla sunnudaga í Bústaðakirkju kl. 11. 

Verið hjartanlega velkomin.