02
2024 maí

Góð mæting á foreldrafundi í kirkjum prestakallsins

Fermingarfræðslan fer vel af stað í Fossvogsprestakalli. Vel á annað hundrað fermingarbörn eru skráð í fræðsluna í Bústaðakirkju og Grensáskirkju í vetur. Fræðslan hófst með fermingarnámskeiði dagana 16.- 18. ágúst, en dagskráin þá daga stóð frá klukkan 9-12. 

Fyrsta daginn mættu fermingarbörnin í þá kirkjuna sem þau munu sækja fræðslu í. Annan daginn kom hópurinn allur saman í Grensáskirkju, þar sem farið var í vettvangsferð í Fossvogskirkjugarð og Fossvogskirkju. Þriðja daginn fór námskeiðið fram í Bústaðakirkju, þar sem allur hópurinn mætti saman. 

Sunnudaginn 20. ágúst var fermingarbörnum og foreldrum síðan boðið til fundar í kjölfar sunnudagshelgihaldsins. Messa sunnudagsins í Grensáskirkju fór fram klukkan 11 og fundurinn var haldinn strax að helgihaldi loknu. Sömuleiðis í Bústaðakirkju, en kvöldmessa fór fram klukkan 20 og fundurinn strax í kjölfarið. 

Prestar og djáknar annast um fermingarfræðsluna, en organistar safnaðanna taka þar einnig virkan þátt. Annað starfsfólk kynnist einnig fermingarbörnunum, sem og messuþjónar í kirkjunum báðum. 

Hér má einmitt sjá þá aðila sem tóku á móti fermingarbörnum og foreldrum á sunnudaginn. 

Prestar, djákni og guðfræðinemi

Prestar og djáknar annast um fermingarfræðsluna, en organistar safnaðanna taka þar einnig virkan þátt. Annað starfsfólk kynnist einnig fermingarbörnunum, sem og messuþjónar í kirkjunum báðum. 

Hér má einmitt sjá hluta þeirra sem tóku á móti fermingarbörnum og foreldrum í Grensáskirkju á sunnudaginn: Daníel Ágúst djákni, Steinunn guðfræðinemi, séra María og séra Eva Björk.

Prestar, kirkjuhaldari og messuþjónar

Prestar og djáknar annast um fermingarfræðsluna, en organistar safnaðanna taka þar einnig virkan þátt. Annað starfsfólk kynnist einnig fermingarbörnunum, sem og messuþjónar í kirkjunum báðum. 

Hér má einmitt sjá hluta þeirra sem tóku á móti fermingarbörnum og foreldrum í Bústaðakirkju á sunnudaginn: Daníel Ágúst djákni, Anna, Signý, Guðmundur og Ólöf messuþjónar, séra María, séra Eva Björk og Ásbjörn kirkjuhaldari. 

Bjart yfir fólki

Það var bjart yfir fólki á sunnudaginn, enda skein sólin langt fram á kvöld.