03
2024 December

Fermingarfræðslan hefst á ný eftir miðjan janúar

Fermingarfræðslan hefst á ný eftir miðjan janúar. Í Bústaðakirkju eru fyrstu fermingarfræðslutímarnir á nýju ári miðvikudaginn 18. janúar kl. 15:30 og 16:30. Í Grensáskirkju er fyrsti fermingarfræðslutíminn fimmtudaginn 19. janúar kl. 15:30. Helgihald kirknanna er á sínum stað, messur í Grensáskirkju eru alla sunnudaga kl. 11, barnamessur í Bústaðakirkju alla sunnudaga klukkan 11 og guðsþjónustur kl. 13 í Bústaðakirkju. Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.