14
2024 April

Glaðir organistar

Ekki er vitað til þess að leikið hafi verið fjórhent á orgel í Bústaðakirkju. Hvort organistar Fossvogsprestakalls hafi verið að gera það í dag, er ekki vitað, en myndin sem fylgir hér með, náðist af þeim saman á kantórsbekknum.

Ásta Haraldsdóttir er kantór Grensáskirkju og Jónas Þórir er kantór Bústaðakirkju. 

Það var glatt yfir þeim á þessum sólríka og kalda fimmtudegi 16. mars, eins og sést á myndinni.