20
2024 December

Fjölskyldumessa klukkan 11

Alla sunnudaga aðventunnar fer fram ein messa í Bústaðakirkju klukkan 11. Engin messa er kl. 13 á aðventunni.

Í stað þess að barnamessa sé kl. 11 og hefðbundin guðsþjónusta klukkan 13 fer fram fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11 alla sunnudaga aðventunnar. 

Fjölskylduguðsþjónusturnar eru ætlaðar börnum á öllum aldri. Þær eru eins og sambland af barnamessu og hefðbundinni guðsþjónustu. Gjarnan koma brúður í heimsókn, við syngjum mikið og þá aðallega jólalögin og aðventusálma. Presturinn flytur stutta hugvekju. Jónas Þórir leiðir tónlistina að venju og söngvari úr Kammerkórnum leiðir almennan söng og gleður okkur jafnvel með einsöng. 

Síðan er boðið upp á samveru í safnaðarheimilinu, eins og ávallt að lokinni barnamessu. 

Verið hjartanlega velkomin í fjölskyldumessurnar í Bústaðakirkju alla sunnudaga aðventunnar.