09
2024 December

Hátíð í bæ

Dagskrá helgihaldsins í Bústaðakirkju og Grensáskirkju um jól og áramót má finna hér. Aftansöngur verður að venju í kirkjum prestakallsins á aðfangadagskvöld kl. 18 og eru aðrir hefðbundnir dagskrárliðir jóla og áramóta á sínum stað. 

Auk Kammerkórs Bústaðakirkju og Kirkjukórs Grensáskirkju munu einsöngvarar og einleikarar stíga á stokk. 

Þeirra á meðal eru Marta Kristín Friðriksdóttir, sópran, Gréta Hergils Valdimarsdóttir, sópran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, Gunnar Kristinn Óskarsson, trompetleikari, Bjarni Atlason, barítónn, Margrét Hannesdóttir, sópran og Anna Sigríður Helgadóttir, messósópran. 

Kórkonur frá Domus Vox munu syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. 

Jónas Þórir kantór Bústaðakirkju og Ásta Haraldsdóttir kantór Grensáskirkju leiða tónlist safnaðanna. 

Prestar og djákni prestakallsins, ásamt leiðtogum og messuþjónum, munu þjóna um hátíðarnar, eins og kemur fram í auglýsingunni sem fylgir þessari umfjöllun. 

Verið hjartanlega velkomin í kirkju um jól og áramót.

Gleðileg jól, gleðilega hátíð.

(Myndin af jólastjörnunni er fengin af heimasíðunni blóm og fiðrildi)