12
2024 December

Blómlegt samstarf

Hyggið að liljunum, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.  

-Lúkasarguðspjall 12.27

Jafnvel yfir sumartíman er líf og fjör við kirkjurnar okkar. Næstu vikur má sjá ungmenni úr Vinnuskóla Reykjavíkur á fullur í kringum Grensáskirkju og Bústaðakirkju. Prestakallið er komið í samstarf við Vinnuskólann og nýtur þeirrar gæfa að fá fjögur ungmenni til starfa til sín. 

Nú þegar eru þau búin að hreinsa til fyrir framan Grensáskirkj, og er allt annað að sjá aðkomuna. Beðin fyrir utan kirkjuna voru meðal annars tekin í nefið og ný, falleg blóm plöntuð. Þetta er án efa fyrirboði um hið blómlega samstarf prestakallsins og vinnuskólans.

Heimalingar og orkuboltar

Þessi ungmenni sem vinna hörðum höndum hjá okkur eru öll heimalingar. Þau þekkja kirkjurnar vel og hafa tekið þátt í starfinu sem þær hafa upp á að bjóða. Þau munu sinna ýmsum verkefnum hjá okkur, meðal annars í garðvinnu og tiltekt. 

Öllum verkefnum taka þau með gleði og vinna af heilum hug. Það er mikil gæfa fyrir kirkjuna að fá svona orkubolta til starfa sem eru kirkjunni til sóma.