12
2024 December

Barnakór Fossvogs vaxandi

Barnakór Fossvogs söng Tveir englar og Ljúfa lagið, undir stjórn Auðar Guðjohnsen og Sævars Helga Jóhannssonar, við undirleik Jónasar Þóris. Kórinn er stöðugt að eflast og gaman að fylgjast með krökkunum og hópnum, sem stóðu sig afbragðs vel á aðventuhátíð Bústaðakirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu. 

Kammerkór Bústaðakirkju söng einnig við undirleik Jónasar Þóris og hljómsveitar. En í hljómsveit hússins á aðventuhátíðinni voru Eiríkur Örn Pálsson á trompet, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa, Stefán S. Stefánsson á sax og slagverk, Gunnlaugur Briem á trommur, auk Jónasar Þóris á hammond, orgel og flygil. 

Einsöngvarar Kammerkórsins stigu einnig á stokk, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Edda Austmann Harðardóttir, Beradett Hegyi, Gréta Hergils Valdimarsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir og Guðjón Sigurðsson. 

Linda Björg Þorgilsdóttir starfandi formaður sóknarnefndar flutti ávarp. Hún þakkaði starfsfólki safnaðarins fyrir öflugt og kröftugt starf. Einnig sagði hún frá dýrmætu starfi Kvenfélags Bústaðasóknar, þar sem Kvenfélagið hefur m.a. stutt dyggilega við bakið á Kvenfélagi Grindavíkurkirkju.

Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs flutti hátíðarræðu og kom víða við í sínum kröftugu orðum. Hann sagði meðal annars að "Af því að kirkjan er lifandi stofnun á hún stundum samleið með manni og stundum ekki!" Þar vísaði hann til eigin reynslu af kirkjunni, þar sem hann sjálfur hafði sagt sig úr kirkjunni á sínum tíma og svo skráði hann sig aftur í kirkjuna, eftir að honum fannst viðhorf og stefna þjóðkirkjunnar í tilteknum mannréttindamálum hafa breyst á ný til batnaðar. Einar gerði jafnframt að umtalsefni ástandið í Grindavík og samstarf Grindvíkinga og Reykvíkinga, vegna ástandsins á Reykjanesskaga. Einnig fjallaði hann um ófriðinn í heiminum og mikilvægi friðarboðskaparins. Við þökkum Einari hans hvetjandi, persónulegu og góðu hátíðarræðu. 

Hólmfríður Ólafsdóttir djákni las texta Jesaja spámanns um friðarhöfðingjann, sem gjarnan er lesinn á jólum. Soffía Einarsdóttir tendraði á fyrsta ljósi aðventukransins, með aðstoð séra Daníels Ágústs Gautasonar, sem tók myndirnar, sem fylgja þessari umfjöllun. 

Undir lok stundarinnar voru ljós kirkjunnar slökkt og tendrað á kertaljósum. Allir tóku þá undir í sálminum Heims um ból

Séra María G. Ágústsdóttir, sóknarprestur leiddi stundina, ásamt séra Þorvaldi Víðissyni.

Við þökkum kórum og stjórnendum þeirra, tónlistarfólki, messuþjónum, Einari formanni borgarráðs og öllum sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar, og einnig öllum þeim fjölmörgu sem komu og tóku þátt.

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju á aðventunni og um hátíðarnar. 

Barnakór Fossvogs, Kammerkór Bústaðakirkju og hljómsveit

Barnakór Fossvogs söng Tveir englar og Ljúfa lagið, undir stjórn Auðar Guðjohnsen og Sævars Helga Jóhannssonar, við undirleik Jónasar Þóris. Kórinn er stöðugt að eflast og gaman að fylgjast með krökkunum og hópnum, sem stóðu sig afbragðs vel á aðventuhátíð Bústaðakirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu. 

Kammerkór Bústaðakirkju söng einnig við undirleik Jónasar Þóris og hljómsveitar. En í hljómsveit hússins á aðventuhátíðinni voru Eiríkur Örn Pálsson á trompet, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa, Stefán S. Stefánsson á sax og slagverk, Gunnlaugur Briem á trommur, auk Jónasar Þóris á hammond, orgel og flygil. 

Einsöngvarar Kammerkórsins stigu einnig á stokk, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Edda Austmann Harðardóttir, Beradett Hegyi, Gréta Hergils Valdimarsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir og Guðjón Sigurðsson. 

Linda Björg Þorgilsdóttir starfandi formaður sóknarnefndar flutti ávarp. Hún þakkaði starfsfólki safnaðarins fyrir öflugt og kröftugt starf. Einnig sagði hún frá dýrmætu starfi Kvenfélags Bústaðasóknar, þar sem Kvenfélagið hefur m.a. stutt dyggilega við bakið á Kvenfélagi Grindavíkurkirkju.

Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs flutti hátíðarræðu og kom víða við í sínum kröftugu orðum. Hann sagði meðal annars að "Af því að kirkjan er lifandi stofnun á hún stundum samleið með manni og stundum ekki!" Þar vísaði hann til eigin reynslu af kirkjunni, þar sem hann sjálfur hafði sagt sig úr kirkjunni á sínum tíma og svo skráði hann sig aftur í kirkjuna, eftir að honum fannst viðhorf og stefna þjóðkirkjunnar í tilteknum mannréttindamálum hafa breyst á ný til batnaðar. Einar gerði jafnframt að umtalsefni ástandið í Grindavík og samstarf Grindvíkinga og Reykvíkinga, vegna ástandsins á Reykjanesskaga. Einnig fjallaði hann um ófriðinn í heiminum og mikilvægi friðarboðskaparins. Við þökkum Einari hans hvetjandi, persónulegu og góðu hátíðarræðu. 

Hólmfríður Ólafsdóttir djákni las texta Jesaja spámanns um friðarhöfðingjann, sem gjarnan er lesinn á jólum. Soffía Einarsdóttir tendraði á fyrsta ljósi aðventukransins, með aðstoð séra Daníels Ágústs Gautasonar, sem tók myndirnar, sem fylgja þessari umfjöllun. 

Undir lok stundarinnar voru ljós kirkjunnar slökkt og tendrað á kertaljósum. Allir tóku þá undir í sálminum Heims um ból

Séra María G. Ágústsdóttir, sóknarprestur leiddi stundina, ásamt séra Þorvaldi Víðissyni.

Við þökkum kórum og stjórnendum þeirra, tónlistarfólki, messuþjónum, Einari formanni borgarráðs og öllum sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar, og einnig öllum þeim fjölmörgu sem komu og tóku þátt.

Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju á aðventunni og um hátíðarnar. 

Soffía Einarsdóttir tendraði á fyrsta kerti aðventukransins

Soffía Einarsdóttir tendraði á fyrsta kerti aðventukransins, með aðstoð séra Daníels Ágústs Gautasonar. 

Linda Björg Þorgilsdóttir starfandi formaður sóknarnefndar flutti ávarp. 

Létt yfir samstarfsfólkinu

Séra María G. Ágústsdóttir sóknarprestur leiddi stundina, en hér er hún með Ásbirni Björnssyni framkvæmdastjóra, Hólmfríði Ólafsdóttur djákna og séra Þorvaldi Víðissyni, samstarfspresti sínum.