12
2024 December

Aðventan undirbúin

Fyrsti sunnudagur í aðventu er núna á sunnudaginn. Nóg er um að vera í Fossvogsprestakalli á aðventunni og er því mikill undirbúningstími í gangi núna. Á sunnudaginn í Bústaðakirkju verður fjölskyldumessa og vöfflukaffi kl. 11 og aðventuhátíð kl. 17. Það var gaman að koma í kirkjuna í morgun og sjá allan undirbúninginn á hinum ýmsu sviðum. 

Skreytum kirkju með greinum grænum

Starfsfólk Bústaðakirkju vann hörðum höndum við að gera kirkjuna jólalega fyrir aðventuna. Þar er jólatréið auðvitað ómissandi. Á myndinni má sjá Hólmfríði djákni og Boggu húsmóður setja upp tréð sem var skreytt með ljósum, silfruðum kúlum og auðvitað stjörnunni á toppnum. Stjarnan minnir okkur á Betlehemstjörnuna sem að vísaði vitringunum leiðina að fjárhúsinu, þar sem að frelsarinn var fæddur.

Ljúfir jólatónar

Ljúfir jólatónar fylgdu skreytingunum, en tónlistarfólk sem að mun spila á aðventuhátíðinni var mætt á æfingu. Jónas Þórir leiddi æfinguna á flyglinum. Hin ýmsu jólalög voru spiluð og skeggrædd. Svona tal og tónar gera aðventuundirbúninginn svo sannarlega hátíðlegan.

Verið velkomin í kirkju á aðventunni

Aðventan er tími friðar og vonar. 

"Því barn er oss fætt, sonur er oss gefinn."

Verið velkomin í kirkju á aðventunni.