Svanur Vilbergsson gítarleikari leikur spænska gítartónlist
Svanur Vilbergsson leikur spænska gítartónlist á hádegistónleikum í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 11. október nk. kl. 12:05. Um er að ræða aðra hádegistónleikana í tónleikaröðinni í Bústaðakirkju í október.
Aðgangur er ókeypis, en tónleikagestum gefst færi á að styrkja Ljósið, með fjárframlagi.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.
Verið hjartanlega velkomin á tónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju.
Svanur Vilbergsson leikur spænska gítartónlist
Svanur Vilbergsson leikur spænska gítartónlist á hádegistónleikum í Bleikum október í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 11. október nk. kl. 12:05. Um er að ræða aðra hádegistónleikana í tónleikaröðinni í Bústaðakirkju í október.
Aðgangur er ókeypis, en tónleikagestum gefst færi á að styrkja Ljósið, með fjárframlagi.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.
Verið hjartanlega velkomin á tónleika í Bleikum október í Bústaðakirkju.
Horft í suður er yfirskrift listamánaðarins að þessu sinni
Dagskráin framundan í Bleikum október í Bústaðakirkju er metnaðarfull og rík, eins og sést á auglýsingunni hér til hliðar. Yfirskrift listamánaðar Bústaðakirkju að þessu sinni er "Horft í suður", þar sem vísað er til þeirrar tónlistar sem á dagskrá er. Í síðustu viku var ítölsk tónlist í fyrirrúmi, nú verður spænsk tónlist á dagskránni. Endilega kynnið ykkur dagskrána og verið hjartanlega velkomin á hádegistónleika á miðvikudögum og í sunnudagshelgihaldið í Bleikum október í Bústaðakirkju.