Séra Kristján Valur Ingólfsson prédikar
Bleikur október hefst með guðsþjónustu sunnudaginn 2. október kl. 13:00 þar sem nýir sálmar verða í fyrirrúmi. Sálmar eftir Sigurð Flosason, Jónas Þóri, Daníel Þorsteinsson, Farsi, Trond Kverno og fleiri, við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, Gunnars Sandholts, Hjördísar Kristinsdóttur og Hjörleifs Hjartarsonar og fleiri. Séra Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti prédikar, séra Þorvaldur Víðisson þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Kammerkór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Jónasar Þóris kantors.
Í tilefni af útgáfu nýrrar sálmabókar þjóðkirkjunnar, sem framundan er, mun Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar flytja stutt erindi í safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 12:15 um hina nýju sálmabók.
Barnamessa fer fram klukkan 11, að venju og boðið verður upp á kaffisopa að henni lokinni.
Bleikur október hefst með guðsþjónustu sunnudaginn 2. október kl. 13:00 þar sem séra Kristján Valur Ingólfsson fyrrum vígslubiskup í Skálholti mun prédika.