Stærðfræðikennari og barítónn
Sæberg Sigurðsson barítónn og Jónas Þórir organisti munu annast um tónlistina í síðustu kvöldmessu sumarsins í Bústaðakirkju, sunnudaginn 27. ágúst kl. 20. Sæberg mun syngja einsöng, ásamt því að leiða kirkjugesti í samsöng. Efnisskráin verður fjölbreytt þar sem klassísk verk verða á dagskránni ásamt öðrum léttari verkum.
Séra Þorvaldur Víðisson mun flytja hugleiðingu og leiða stundina ásamt messuþjónum.
Guðspjallatexti dagsins fjallar um er Jesús læknar á hvíldardegi.
Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.
Sæberg Sigurðsson stærðfræðikennari og barítónn
Sæberg Sigurðsson barítónn og Jónas Þórir organisti munu annast um tónlistina í síðustu kvöldmessu sumarsins í Bústaðakirkju, sunnudaginn 27. ágúst kl. 20. Sæberg mun syngja einsöng, ásamt því að leiða kirkjugesti í samsöng.
Þess má geta að Sæberg er menntaður söngvari m.a. frá Bretlandseyjum og er í Óperukórnum. Sæberg starfar jafnframt sem stærðfræðikennari við Tækniskólann. Hann hefur sungið í Kammerkór Bústaðakirkju til margra ára og er í stjórn kórsins.
Lækning á hvíldardegi - hver er boðskapur sögunnar?
Séra Þorvaldur Víðisson mun flytja hugleiðingu og leiða stundina ásamt messuþjónum.
Guðspjallatexti dagsins fjallar um er Jesús læknar á hvíldardegi. Hver ætli sé merking þeirrar frásögu? Af hverju mátti ekki lækna á hvíldardegi í samfélagi Jesú?
Verið hjartanlega velkomin í Bústaðakirkju.