Messa kl. 11. Kórkonur frá Domus Vox leiða söng og flytja fallega tónlist undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Sr. María G. Ágústsdóttir prédikar og þjónar ásamt messuhópi. 

Kaffi og konfekt eftir messu.

Í guðspjalli sunnudagsins 21. janúar, sem er síðasti sunnudagur eftir þrettánda samkvæmt kirkjuárinu okkar, segir frá einstökum atburði í lífi Jesú og lærisveinanna. Uppi á háu fjalli ,,ummyndaðist Jesús fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól og klæði hans urðu björt eins og ljós." Matteusarguðspjall, 17. kafli. 

Í fyrri ritningarlestri dagsins, úr 2. Mósebók, 3. kafla, segir frá því þegar Móse var úti í eyðimörkinni að gæta kinda og þar sá hann runna sem logaði en brann þó ekki. Þarna, við þetta yfirnáttúrulega ljós, kallaði Guð Móse til sérstakrar þjónustu: 

Móse sagði við Guð: „Ef [...] þeir spyrja mig: Hvert er nafn hans? hverju á ég þá að svara þeim?“ Guð svaraði Móse: „Ég er sá sem ég er.“ Og hann bætti við: „Svo skaltu segja [...]: „Ég er“ sendi mig til ykkar.“ 

Þetta eru merkilegir textar og hægt að skoða þá frá mörgum sjónarhornum. Í messunni í Grensáskirkju á sunnudaginn munum við kanna hvað hægt er að lesa út úr þeim í ljósi fyrirstandandi biskupskosninga. Getur ljós Guðs lýst upp leiðtogahlutverkin í kirkjunni?

Myndin sýnir altarislistaverk Leifs Breiðfjörð utanfrá séð og er tekin sl. fimmtudag þegar kirkjustarf fatlaðra fór fram í uppljómaðri Grensáskirkju.