Kærleiks-boð-orðið

Í Biblíunni er að finna mikilvægan boðskap. Þar stendur til dæmis: Guð er kærleikur (1Jóh 4.16). Og Jesús segir: ,,Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður" (Jóh 15.12). Um þetta heyrum við nánar í messunni kl. 11 í Grensáskirkju næstkomandi sunnudag, þann 7. maí. 

Á sunnudaginn fáum við einnig heimsókn frá félagsskap sem kallar sig Orðið - Félag um útbreiðslu Guðs orðs. Einhver okkar þekkja þetta félag undir heitinu Gideonfélagið en það hefur nú breytt um nafn. Nánar má lesa um þetta á heimasíðunni ordid.net.

Sr. María G. Ágústsdóttir annast prestsþjónustu og með henni þjónar messuhópur 2. Ásta Haraldsdóttir og Kirkjukór Grensáskirkju leiða sönginn. Heitt er á könnunni bæði fyrir og eftir messu. 

Hulda Hákon: ORÐIÐ

Listakonan Hulda Hákon hefur auðgað menninguna með list sinni í um fjörutíu ár. Verk hennar prýða margar kirkjur, meðal annars Grensáskirkju og Bústaðakirkju. Hér er hennar útfærsla af tákni lífsins, krossinum, með ORÐIÐ í brennidepli.