Listahátíð barnanna í Bleikum október í Bústaðakirkju
Listahátíð barnanna fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 15. október nk. kl. 11. Listahátíðin er hluti af dagskrár Bleiks október í Bústaðakirkju. Barnakór Fossvogs mun syngja. Meðlimir barnakórsins eru forskólanemendur TónFoss. Þá verða meðal annars flutt lög eftir Auði Guðjohnsen kórstjóra, undir stjórn Auðar og Sævars Helga Jóhannssonar við meðleik Jónasar Þóris. Sannkölluð tónlistarveisla í boði yngsta fólksins. Verið hjartanlega velkomin. Þá verður Biblíusagan á sínum stað, barnasálmarnir og bænirnar. Að athöfn lokinni verður samvera í safnaðarheimilinu þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og iðja í boði fyrir börnin, leikföng, litir og gott samfélag.
Barnakórinn syngur
Listahátíð barnanna fer fram í Bústaðakirkju sunnudaginn 15. október nk. kl. 11. Listahátíðin er hluti af dagskrár Bleiks október í Bústaðakirkju.
Barnakór Fossvogs mun syngja. Meðlimir barnakórsins eru forskólanemendur TónFoss.
Þá verða meðal annars flutt lög eftir Auði Guðjohnsen kórstjóra, undir stjórn Auðar og Sævars Helga Jóhannssonar við meðleik Jónasar Þóris. Sannkölluð tónlistarveisla í boði yngsta fólksins.
Verið hjartanlega velkomin. Þá verður Biblíusagan á sínum stað, barnasálmarnir og bænirnar.
Að athöfn lokinni verður samvera í safnaðarheimilinu þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og iðja í boði fyrir börnin, leikföng, litir og gott samfélag.
TónGraf og TónFoss, frábært starf
Tónlistarskóli Grafarvogs og Bústaðakirkja eiga í farsælu og góðu samstarfi varðandi tónlistarkennslu og starf fyrir börn í Fossvogi og nágrenni. TónGraf og TónFoss eru heiti skólans á stöðunum tveimur, Grafarvogi og í Fossvogi. Kynnið ykkur hið góða starf tónlistarskólans á heimasíðu skólans.