Kyrrð og helgi í Grensáskirkju
Kyrrðarstundir fara fram í Grensáskirkju í hádeginu á þriðjudögum kl. 12:00. Kyrrðarstundin er vettvangur kyrrðar og íhugunar, bænar og fyrirbænar. Ólík form hafa verið notuð á kyrrðarstundunum eins og Biblíuleg íhugun, form núvitundarstunda og kyrrðarbæn. Stundin er öllum opin. Leikin er ljúf tónlist og veita stundirnar öllum sem þess óska tækifæri á að stíga út úr erli dagsins til helgrar andlegrar iðkunar. Jafnframt er streymt frá stundunum á Facebook síðu Grensáskirkju. Verið öll hjartanlega velkomin.
Gluggar Leifs Breiðfjörð
Í Grensáskirkju er fallegt umhverfi til kyrrðar og helgihalds. Gluggar Leifs Breiðfjörð skapa dulúðlega umjörð með fallegum litum og myndum. Sunnudagsmorguninn 19. mars sl. spegluðust fallegu gluggar austurgaflsins við hlið glugganna á vesturgaflinum, eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Á hverjum þriðjudegi í hádeginu er kyrrðarstund kl. 12:00. Kyrrðarstundin er vettvangur kyrrðar og íhugunar, bænar og fyrirbænar. Ólík form hafa verið notuð á kyrrðarstundunum eins og Biblíuleg íhugun, form núvitundarstunda og kyrrðarbæn. Stundin er öllum opin. Leikin er ljúf tónlist og veita stundirnar öllum sem þess óska tækifæri á að stíga út úr erli dagsins til helgrar andlegrar iðkunar. Jafnframt er streymt frá stundunum á Facebook síðu Grensáskirkju.
Verið öll hjartanlega velkomin.