Um klukkan 18 á fimmtudögum safnast saman góður hópur fólks í kapellu Grensáskirkju. Hvað dregur fólk að? Jú, það eru Kyrrðarbænastundir í umsjá sr. Báru Friðriksdóttur og Ingunnar Björnsdóttur frá Kyrrðarbænasamtökunum á Íslandi ásamt dr. Maríu Guðrúnar. Ágústsdóttur, sem er sóknarprestur í Fossvogsprestakalli. 

Kyrrðarbænastundirnar (e. Centering Prayer) byggja á fornum hugleiðsluhefðum kristinnar kirkju í útfærslu Thomasar Keating. 

Við erum öll hjartanlega velkomin að bætast í hópinn. 

Gengið er inn um aðalinngang Grensáskirkju og til hægri inn ganginn að kapellunni. Gott er að mæta um kl. 18. Dyrunum er lokað stundvíslega kl. 18.15. Stundinni lýkur um kl. 19.