Við fögnum nýju ári með hátíðarguðsþjónustu í Grensáskirkju kl. 14 á nýársdag. 

Prestur er sr. María G. Ágústsdóttir, Ásta Haraldsdóttir spilar og Kirkjukór Grensáskirkju syngur. 

Úr hátíðasöngum séra Bjarna Þorsteinssonar fyrir nýársdag: 

Drottinn, þú ert vort athvarf frá kyni til kyns.

Áður en fjöllin fæddust og þú tilbjóst jörðina.

Já, frá eilífið til eilífðar ert þú, vor Guð. 

Þú gjörir manninn að dufti og segir: Komið aftur, þér mannanna börn. 

Því að þúsund ár eru fyrir þínum augum eins og dagurinn í gær,

þá hann er liðinn,

og eins og næturvaka.

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla!