Er Guð kona?
Er Guð kona?
Við höldum kvenréttindadaginn hátíðlegan í messu þann 19. júní kl. 11:00 í Grensáskirkju. Syngjum sálma eftir konur, tölum um konur og veltum fyrir okkur hvort Guð sé kona. Ásta Haraldsdóttir organisti spilar, Kirkjukór Grensáskirkju leiðir messusönginn og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Verið hjartanlega velkomnar, velkomnir og velkomin.
Umsjónaraðili/-aðilar