Sr. Þorvaldur Víðisson
Ásta Haraldsdóttir
Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Sr. Laufey Brá Jónsdóttir
Hrekkjavakan var sýnileg í Grensáskirkju í liðinni viku. Þar mátti sjá beinagrindur, drauga, köngulær og annan óhugnað. Umgjörð barna- og æskulýðsstarfsins var því heldur óhugguleg þá vikuna, eins og myndirnar bera með sér. Séra Guðný Hallgrímsdóttir, sérþjónustuprestur, átti heiðurinn af skreytingunum öllum. Hrekkjavökuhátíð var haldin í æskulýðsstarfi fatlaðra. Skreytingarnar vöktu mikla lukku í Grensáskirkju.
Fyrirbænastund fer fram í Grensáskirkju í hádeginu alla þriðjudaga kl. 12:00. Stundin hefst á því að Ásta Haraldsdóttur organisti leikur tónlist. Þá leiða prestarnir fyrirbænastundina frá kl. 12:10, þar sem hægt er að óska eftir því að beðið sé sérstaklega fyrir einstaklingum eða tilteknum málefnum. Stundinni lýkur fyrir kl. 12:30, en þá er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimili kirkjunnar, gegn vægu gjaldi. Verið hjartanlega velkomin.
Hádegistónleikar Alto sem vera áttu í Bústaðakirkju miðvikudaginn 29. október nk. falla niður vegna veðurs. Tónleikarnir hefðu verið síðasti dagskrárliðurinn í Bleikum október í Bústaðakirkju að þessu sinni. Verið hjartanlega velkomin til helgihalds og annarrar dagskrár Bústaðakirkju.