sr. Þorvaldur Víðisson
Fyrirbænastundir fara fram í Grensáskirkju í hádeginu alla þriðjudaga. Stundin hefst á orgelleik kl. 12 og tíu mínútum síðar hefst bænastundin sjálf. Eftir ritningarlestur, bænir og fyrirbænir er svo aftur leikið á orgel. Öllum viðstöddum er boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Verið hjartanlega velkomin í bænastund í Grensáskirkju.
Stóri kótilettudagurinn fer fram í Bústaðakirkju miðvikudaginn 5. febrúar nk. Húsið opnar klukkan 12:00 og matur hefst kl. 12:30. Örn Árnason syngur og segir sögur. Jónas Þórir leikur á píanó. Bókið sem fyrst þar sem fjöldi gesta er takmarkaður. Verið hjartanlega velkomin á stóra kótilettudaginn í Bústaðakirkju.